Banner Image
Banner Image

VELKOMIN TIL LOVAICELAND ÞAR SEM HEIMURINN MÆTIR ÍSLANDI Á SVIÐI HÚÐUMHIRÐU.

Þar sem stórkostlegar húðvörur mæta þörfum viðskiptavina. Frá stofnun okkar árið 2017 hefur markmið okkar haldist staðfast: að útbúa hágæða húðvörulausnir sem koma til móts við krefjandi þarfir okkar kæru viðskiptavina, allt á samkeppnishæfu verði.

Við hjá Lovaiceland erum staðráðin í að bjóða upp á húðumhirðu upplifun sem gefur þér sjálfstraust, betri húð og dekra við ykkur með góðum verðum. Ánægja ykkar er markmið okkar og við lofum að fara stöðugt fram úr væntingum þínum.

Stofnendur Lovaiceland hafa ferðast um heiminn og prýtt nokkrar af stærstu og virtustu húðvörusýningum heims.

,,Við köfuðum inn í iðandi gangana og leituðum að nýjustu og áhrifaríkustu formúlunum sem heimurinn hefur upp á að bjóða og komum með þær hingað heim til Íslands og kynntum vörumerkið okkar Lovaiceland. Stofnað 2017. En leit okkar hætti ekki þar.''

Með þekkinguna sem við höfum aflað okkur á ferðum okkar og með skýra framtíðarsýn í huga, hófumst við handa við að búa til okkar eigin einkennis formúlur.

Í dag vinnum við hinar ýmsu formúlur og vörur í samstörfum við teymi og verksmiðjur í löndum sem og Frakklandi, Kína og Kóreu. Þar á meðal Nýjungar og ný samstörf sem eru í þróun og eru því væntanlegar hjá okkur.’’

Banner Image
Banner Image

METNAÐUR OKKAR? AÐ BLÁSA LÍFI Í ÍSLENSKAN HÚÐVÖRUMARKAÐ MEÐ VÖRUM SEM HLJÓMA BÆÐI VIÐ HEFÐ, GÆÐI OG NÚTÍMA.

Ástríða okkar hjá LovaIceland er meira en bara húðvörur – hún snýst um að bjóða upp á umbreytandi upplifun húðvara, gæði, þjónustu og vöruþróun.

Við bjóðum þér að leggja af stað í þetta spennandi ferðalag með okkur, þar sem hver dropi af vörum okkar felur í sér margra ára könnun og nýsköpun.

Banner Image
Banner Image

SAMSTARFSAÐILAR LOVAICELAND

Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til okkar samstarfsaðila, svo sem Bónus, Avon Snyrtivörur, Gullfoss kaffi, Game of nails og ME&MU.

Stuðningur ykkar hefur verið drifkrafturinn á bak við velgengni okkar og við hlökkum til að efla samstarf okkar enn frekar.

Banner Image
Banner Image

Okkar loforð

Með stolti eru allar vörur okkar unnar án þess að nota paraben efni og ónátturuleg ilmefni, sem tryggir milda umönnun fyrir hverja húðgerð.

Ást okkar á náttúrunni nær til allra íbúa hennar. Okkar vörur eru ekki prófaðar á dýrum og hafa aldrei verið prófaðar á dýrum.

Banner Image
Banner Image

Our name 🤍 Lovaiceland

Lova: Barátta og loforð

Okkar stefna, markmið og loforð er að auka framboð hér á landi á hágæða húðvörum og gera þær aðgengilegar með verðum sem að leyfir öllum að setja vellíðan húðarinnar í forgang.